Island-arsskyrsla23

Árs- og sjálfbærniskýrsla 2023

Uppgjör fyrir árið 2023

Ávarp framkvæmdastjóra

Rekstur Búseta byggir á traustum grunni og einkennist af nútímaáherslum í rekstri. Nýbyggingarverkefni Búseta vekja jafnan athygli fyrir hönnun, vandað efnisval og ekki síst áhugaverðar staðsetningar. Í rekstri félagsins er sífellt aukin áhersla á umhverfisvitund og sjálfbærni enda lætur áhugi félagsmanna ekki á sér standa þegar sala fer fram.

SKOÐA KAFLA

Sjálfbærni

Með því að haga starf­sem­i Búseta á sam­fé­lags­lega ábyrgan hátt látum við gott af okkur leiða um leið og við stuðlum að heilbrigðum vexti sem er til hags­bóta fyrir félagsmenn og sam­fé­lagið í heild. Búseti starfar með sjálfbærni að leiðarljósi til að draga úr kolefnisspori félagsins og umhverfisáhrifum starfseminnar.

SKOÐA KAFLA

Fjárhagur

Fjárhagur Búseta er traustur, virði eignasafnins hefur aukist og skuldsetning er hófleg. Byggingarverkefni á vegum Búseta á síðustu árum hafa fært félaginu margvísleg verðmæti og hafa staðist áætlanir hvað varðar tíma og fjárhag.

SKOÐA KAFLA

Við erum Búseti

Fjölbreytileiki einkennir Búseta á marga vegu. Það á ekki síst við um þá fjölbreyttu flóru félagsmanna og búseturéttarhafa sem félaginu tilheyra. Með auknum umsvifum er meira umleikis á skrifstofu félagsins tengt þjónustu, upplýsingagjöf og samningagerð. Stjórn Búseta stundar ábyrga og góða stjórnarhætti og hjá félaginu starfar samheldinn hópur starfsfólks.

SKOÐA KAFLA

Fasteignir

Fasteignasafn Búseta er afar fjölbreytt hvað varðar gerð, stærð, aldur og staðsetningu og stenst tímans tönn þegar kemur að hönnun og útfærslu. Viðhaldi og endurbótaverkefnum er sinnt af öflugu teymi eignaumsjónar ásamt fjölmörgum traustum verktökum.

SKOÐA KAFLA

Hápunktar á árinu

Árið 2023 var viðburðaríkt hjá Búseta. Á árinu fagnaði félagið 40 ára afmæli með glæsilegu afmælishófi á Grand Hótel og með útgáfu innihaldsríkrar bókar um sögu Búseta. Þá sinnti félagið einnig vel grunnmarkmiði sínu, félagsmönnum til heilla, með því að bæta við í fasteignasafnið yfir 150 íbúðum.

SKOÐA KAFLA