pexels-wwarby-19705032

Fjárhagur

Uppgjör og lykiltölur

Vaxandi félag

Rekstrarniðurstaða ársins endurspeglar styrk Búseta

Byggingarverkefni og kaup félagsins á nýjum fasteignum hefur fært félaginu margvísleg verðmæti, ekki síst með aukinni flóru fasteigna sem félagsmönnum standa til boða á áhugaverðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Nýbyggingarverkefni Búseta hafa staðist áætlanir hvað varðar tíma og fjárhag og standast tímans tönn þegar kemur að hönnun og útfærslu.

Nýbyggingarverkefni Búseta hafa staðist áætlanir hvað varðar tíma og fjárhag og standast tímans tönn þegar kemur að hönnun og útfærslu.

Tekjur félagsins hækkuðu frá árinu 2022, en hækkun verðlags hefur bein áhrif á tekjur og gjöld félagsins til hækkunar. Tekjur vegna seldra búseturétta hækkuðu einnig sem er einna helst vegna þess að fleiri nýir búseturéttir voru seldir á árinu 2023 samanborið við árið 2022.

Á árinu 2023 var tekin ákvörðun um að nýta slagkraft og styrk félagsins til að fjárfesta í 133 fasteignum að Tangabryggju í Reykjavík af leigufélaginu Heimstaden. Slík aðgerð hefur tímabundið áhrif á eiginfjárhlutfallið til lækkunar en fjárfestingin verður að teljast skynsamleg til framtíðar enda finnur félagið fyrir mikilli eftirspurn. Vegna þessarar fjárfestingar lækkaði eiginfjárhlutfallið úr 46,1% í 42,1%, en það telst samt sem áður afar sterkt.

Árið 2023 litaðist af háu vaxtastigi í samfélaginu og háu verðlagi sem hefur áhrif á þau vaxtakjör sem félaginu bjóðast á markaði. Félagið gaf út skuldabréf tvisvar á árinu fyrir samtals 5.188 milljónir króna. Þessir fjármunir voru nýttir að hluta til að endurfjármagna lánalínur vegna nýbygginga auk þess að fjármagna hluta kaupanna á íbúðum við Tangabryggju 2-12 sem keyptar voru af leigufélaginu Heimstaden.

Lykiltölur úr rekstri


Eignir

Heildareignir samstæðu Búseta aukast um 11,2 milljarða milli áranna 2022 og 2023. Neðangreind mynd sýnir vöxtinn á árabilinu 2017 til 2023.


Eignir og eigið fé

Eiginfjárhlutfall félagsins var í árslok 2023 42,1%. Á árinu nýttist styrkur félagsins til að fjárfesta í 133 fasteignum í Reykjavík af leigufélaginu Heimstaden. Vegna þessarar fjárfestingar lækkaði eiginfjárhlutfallið úr 46,1% í 42,1%, en telst samt sem áður afar sterkt.



Rekstrarkostnaður
Eftirfarandi súlurit sýnir þróun rekstrarkostnaðar samstæðu í samhengi við fjölgun eigna.

Lykiltölur samstæðureiknings

LYKILTÖLUR REKSTRAR 2023 2022 2021
Rekstrartekjur 2.932.087 2.542.323 2.278.522
Tekjur vegna sölu búseturétta 493.861 254.789 828.614
Rekstrarkostnaður eigna (906.334) (861.657) (671.998)
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður (234.513) (194.908) (185.686)
Rekstrarafkoma 2.313.722 1.774.242 2.275.650
Matsbreyting 3.293.497 11.304.564 10.527.795
Fjármagnsliðir (3.560.386) (3.417.346) (2.043.409)
Afkoma ársins 1.871.827 7.656.971 8.579.003
LYKILTÖLUR EFNAHAGS 2023 2022 2021
Fasteignir og lóðir 85.067.065 75.845.666 63.013.456
Nýbyggingar í vinnslu 1.621.547 1.046.921 198.615
Handbært og bundið fé 481.427 292.582 417.046
Heildareignir 88.607.697 77.472.305 63.878.490
Eigið fé 37.279.840 35.708.013 28.051.043
Skuldir við lánastofnanir 40.159.796 31.117.043 27.207.794
Eiginfjárhlutfall 42,1% 46,1% 43,9%
Eignir samtals, breyting milli ára 14,4% 21,3% 23%
Veðhlutfall 45% 40% 43%