Foss

Sjálfbærni

Umhverfis-, félags- og samfélagsmál

Græn búseta

Búseti vill vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Við erum með vistvænar áherslur í rekstrinum undir kjörorðinu Græn búseta.

Markmið Búseta í umhverfismálum grundvallast á eftirfarandi þáttum:

Fræðsla og hvatning. Félagið vill efla þekkingu og umhverfisvitund með fræðslu til íbúa, starfsfólks og verktaka um umhverfismál.

Mælanleg markmið. Innan Búseta er starfrækt umhverfisnefnd sem innleiðir markmið og mælikvarða. Árlega gefur Búseti út UFS sjálfbærniskýrslu byggða á umhverfisstjórnunarkerfi Klappa. Við stefnum á áframhaldandi kolefnisjöfnun á starfsemi félagsins samhliða mælanlegum loftslagsmarkmiðum.

Vistvæn innkaup. Leitast er við að kaupa umhverfisvottaðar vörur og þjónustu umfram aðrar á öllum sviðum starfseminnar.

Ábyrg orkunotkun. Við viljum draga úr orkunotkun, ekki síst við notkun óendurnýjanlegra orkugjafa. Áhersla er á stafrænar lausnir, orkuskipti og gott orkueftirlit.

Virkur samgöngumáti. Við viljum hjóla og ganga og bjóðum upp á samgöngusamninga til að hvetja til þess. Auk þess er aðgengi íbúa að góðum almenningssamgöngum lykilatriði.

Sjálfbær mannvirki. Við nýframkvæmdir, endurbætur og viðhald fasteigna stuðlar félagið að umhverfisvænni byggingum. Leiðarljós okkar við hönnun og efnisval grundvallast á heilnæmi og líftímanálgun efna.

Flokkun og endurvinnsla. Samhliða áherslum um vistvæn innkaup hefur Búseti sett sér markmið um lágmörkun úrgangs og aukið endurvinnsluhlutfall.

Heimsmarkmiðin sem við höfum valið að vinna eftir eru:

Heimsmarkaðinn í starfsemi Búseta:

Þessu höfum við m.a. komið til leiðar í tengslum við Heimsmarkmiðin:

2023
Greenfit heilsuvernd fyrir starfsfólks

Samstarf við Greenfit sem snýr að bjóða starfsfólki Búseta upp á ástandsskoðun. Mælingar sem gerðar eru í ástandsskoðun eru blóðmæling, efnaskiptamæling, blóðþrýstingur, líkamssamsetning og gripstyrku.

Heimsmarkmið 3

Endurhlaðanlegar rafhlöður teknar í notkun

Höfuðstöðvar Búseta tók í notkun endurhlaðanlegar rafhlöður í stað einnota.

Heimsmarkmið 12

2022
Fjölgun rafhleðslustöðva

Rafhleðslustöðvum hefur verið komið upp við fimm af eldri húsum félagsins.

Heimsmarkmið 12

Lífræn endurvinnsla

Búseti hóf flokkun á lífrænum úrgangi í skrifstofuhúsnæði.

Eldsneytisbílar út fyrir rafbíla

Tveimur eldsneytisbílum var skipt út fyrir rafbíla. Fyrirtækið notar nú fjóra rafbíla.

Skipt út plastumbúðum á skrifstofu

Sápuílátum úr plasti var skipt út fyrir margnota sem fyllt er á eftir þörfum.

2021
Grænar áherslur

Lögðum drög að aukinni verðmætasköpun með þátttöku í samkeppni um Grænt húsnæði framtíðarinnar á vegum Reykjavíkurborgar.

LED væðing

Frekari skref voru tekin í LED væðingu starfsstöðvar Búseta sem hófst árið 2018.

Fleiri rafmagnsbílar

Tókum fleiri rafmagnsbíla í notkun. Fyrirtækið notar nú tvo rafbíla.

Minni losunarkræfni

Losunarkræfni starfseminnar minnkaði milli áranna 2020 og 2021.

2020
Starfsemin kolefnisjöfnuð

Búseti hóf að kolefnisjafna starfsemina með því að gróðursetja tré til móts við losunarkræfni, í samstarfi við Kolvið.

Birtum sjálfbærniskýrslu

Búseti birti í fyrsta sinn UFS sjálfbærniskýrslu í samvinnu við Klappir.

Rafmagnshjól fyrir starfsfólk

Til að stuðla að heilsusamlegum og vistvænum fararmáta var tekið í notkun rafmagnshjól fyrir starfsfólk.

2019
Fyrsti rafmagnsbíllinn á planið

Búseti hóf notkun á rafmagnsbílum og er markmið félagsins að bílaflotinn verði allur rafvæddur árið 2025.

Sjálfbærniúttekt Reitunar

Greining á umhverfis, félags og stjórnarháttum (UFS) leiddi í ljós að Búseti fékk 74 stig af 100 mögulegum. Það er vel fyrir ofan aðra útgefendur skuldabréfa.

Stóraukin flokkun á milli ára

Markmið Búseta er að 90% af sorpi sem til fellur á skrifstofu félagsins verði flokkað árið 2030. Árið 2020 var hlutfallið 54,1% en var 39,5% árið á undan.

Samgöngusamningar

Búseti býður starfsfólki upp á samgöngusamning vilji það tileinka sér vistvænar samgöngur til og frá vinnu.

Stingdu í samband

Settum upp rafhleðslustöðvar við skrifstofu Búseta. Það er liður í að ná markmiðum okkar í orkuskiptum.

Umhverfisstefna og heimsmarkmið

Ný umhverfisstefna og heimsmarkmið valin: Aukinn jöfnuður, Sjálfbærar borgir og samfélög, Heilsa og vellíðan, Ábyrg neysla og Sjálfbær orka.

Rafrænar undirritanir

Búseti vinnur ötullega að því að uppfæra ferla og þjónustu fyrir notendur með stafræna umbreytingu og umhverfið að leiðarljósi.

2018
Deilibíll fyrir íbúa

Við gerðum samning um deilibílaþjónustu við Zip Car fyrir íbúa Búseta við Einholt og Þverholt.

LED lýsing

Búseti leggur áherslu á umhverfisvænleika þegar kemur að vali á lýsingu í fasteignum félagsins. Þegar hefur verið skipt um lýsingu að hluta á starfsstöð okkar.

Pappírslaus viðskipti

Átak hafið til að stuðla að pappírslausum viðskiptum. Við hvetjum alla sem senda reikninga til Búseta að senda þá með rafrænum hætti.

Fyrr
Rafhleðslumöguleikar fyrir íbúa

Samkvæmt byggingarreglugerð er gert ráð fyrir rafhleðslumöguleika við nýbyggingar okkar. Allar aðrar fasteignir og búsetufélög eiga möguleika á rafhleðslu byggt á samkomulagi sem Búseti hefur myndað.

Mælum kolefnisfótspor

Hófum að mæla kolefnisfótspor á eigin starfsemií samstarfi við fyrirtækið Klappir.

Festa félag um samfélagsábyrgð

Búseti gerðist virkur aðili að Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Grænni byggð

Búseti gerðist virkur aðili að Grænni byggð, vettvangs um sjálfbæra þróun byggðar.

Sjálfbærniuppgjör Búseta

Yfirlýsing stjórnar og forstjóra

Skýrsla og áritun framkvæmdastjóra vegna sjálfbærniuppgjörs Búseta fyrir árið 2023 er í samræmi við ESG leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndunum gáfu út árið 2019. Þessar leiðbeiningar voru settar fram árið 2015 af Sameinu þjóðunum, samtökum um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative) og vinnuhópi hjá Alþjóðasamtökum kauphalla (World Federation of Exchange Einnig er vísað í tilheyrandi viðmið GRI Standard (e. Global Reporting Initiative, GRI100-400) og meginviðmið (e. Reporting Principles, P1-10) alþjóðasáttmála Sameinuðu Þjóðanna (United Nations Global Compact, UNGC).

Búseti notar sjálfbærnivettvang Klappa til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni í gagnasöfnun og úrvinnsla og miðlun umhverfisupplýsinga.

Framkvæmdastjóri staðfestir hér með sjálfbærniyfirlýsingu félagsins fyrir tímabilið 1. janúar sl. 2023, til 31. desember 2023.

Reykjavík, 25. September 2024

Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri, Búseti hsf.

UMHVERFISSTEFNA BÚSETA

Staðfesting Klappa

Áritunaraðili: Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri
Verkefnastjóri: Berglind Marteinsdóttir

Klappir grænar lausnir hf., (Klappir) hafa aðstoðað við gerð sjálfbærniuppgjörs fyrir Búseta. Sjálfbærniuppgjörið hefur að geyma helstu upplýsingar um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti Búseta.

Ábyrgð stjórnar og framkvæmdastjóra á sjálfbærniuppgjörinu

Stjórn og framkvæmdastjóri eru ábyrg fyrir gerð og ófjárhagslegra upplýsingar, þ.m.t upplýsingar um umhverfis-, félags- og stjórnarhætti, í samræmi við 66. gr. d laga nr. 3/2006

Staðfesting Klappa

Við höfum skipulagt og hagað vinnu okkar í samræmi við meginreglur Greenhouse Gas Protocol aðferðarfræðinnar sem kveða á um að framsetning upplýsinga um losun gróðurhúsalofttegunda verði að vera lýsandi, nákvæm, heilleg, samræmd og gagnsæ.

Ég staðfesti hér með að þau gögn sem Búseti og birgjar þess hafa lagt fram fyrir sjálfbærni félagsins

Yfirlýsingin hefur verið yfirfarin og metin af sjálfbærnisérfræðingum Klappa. Upplýsingar um félags- og stjórnarfarsmál voru ekki tekin til skoðunar hjá Klappum. Klappir ber enga ábyrgð og ber nei ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru af einhverjum aðila á grundvelli upplýsinganna sem fram koma í þessu yfirlýsingu.

Ég staðfesti hér með að þau gögn Búseta sem birt eru í sjálfbærniuppgjöri þessu hafa verið yfirfarin og metin af sjálbærnisérfræðingum Klappa. Gögn tengd félagslegum þáttum og stjórnarháttum voru ekki yfirfarin af Klöppum. Klappir bera ekki ábyrgð á fjárfestingaákvörðunum sem teknar eru á grundvelli þeirra upplýsinga sem hér birtast.

Kópavogi, 5. maí 2023

Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri, Klappir

Skipulags- og rekstrarmörk

Um fyrirtækið

Búseti er húsnæðissamvinnufélag að norrænni fyrirmynd, rekið án hagnaðarsjónarmiða og í eigu félagsmanna hverju sinni. Markmið félagsins er að stula að öruggum búsetukostum þar sem unnið er að hagsmunum félagsmanna með sjálfbærni og langtímahugsun að leiðarljósi. Eignasafn félagsins telur ríflega 1400 fasteignar víðast hvar um Höfuðborgarsvæðið.

Skipulagsmörk

Við gerð uppgjörs Búseta hefur „Operational Control“ aðferðafræðin orðið fyrir valinu. Samkvæmt henni gerir fyrirtæki grein fyrir allri losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur yfirráð yfir. Fyrirtækið gerir ekki grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur ekki yfirráð yfir þrátt fyrir að það eigi hagsmuna að gæta af rekstri þeirra.

Undir uppgjör Búseta fellur rekstur eftirfarandi lögaðila:

  • Búseti hsf.

Rekstrarmörk

Umfang 1

Losun vegna eldsneytisnotkunar farartækja í eigu og/eða rekstri Búseta

Umfang 2

Losun vegna raforkunotkunar í starfsstöð Búseta

Losun vegna notkunar á hitaveitu í starfsstöð Búseta

Umfang 3

Losun vegna meðhöndlunar og flutninga á úrgangi frá rekstri höfuðstöðva Búseta

Losun frá flugferðum starfsmanna vegna vinnu

Viðmiðunarár

Viðmiðunarár Búseta er 2019 en fyrir umfang 3 er viðmiðunarár Búseta 2022.

Lykilþættir

Kolefnisuppgjör (E1): Losun Búseta nam 14,5 tonnum koltvísýringsígilda árið 2023. Losun í umfangi 1 og 2 nam samtals 11,1 tCO2í og losun í umfangi 3 nam 3,4 tCO2í.

Mikil lækkun varð í umfangi 1 og 2 á milli ára er vegna minnkandi eldsneytisnotkunar í kjölfar rafvæðingar bílaflota, gildin fóru úr 12,5 tCO2í niður í 11,1. Lækkun koltvísýringsígilda í umfangi 3 má rekja til fækkun flugferða á árinu, en aðeins einn starfsmaður ferðaðist í eina vinnuferð á árinu.

Losunarkræfni (E2): Stærsti losunarþáttur Búseta árið 2023 var losun vegna eldsneytisnotkunar farartækja

Orkunotkun (E3): Heildarorkunotkun Búseta árið 2023 nam 158,400 kWst. Orkunotkun samanstendur af rafmagns-, heitavatns-, og eldsneytisnotkun. Óbein orkunotkun vegna rafmagns og heitavatnsnotkunar nam 119,054 kWst.

Kolefnisjöfnun: Búseti hefur kolefnisjafnað kjarnarekstur sinn með mótvægisaðgerðum í samvinnu við Kolvið. Mótvægisaðgerðir jafngilda samtals 14,5 tCO₂í eða því sem nemur birtri losun í umafni 1, 2 og 3.

Staðfesting á mótvægisaðgerðum Búseta 2023

Rekstrarbreytur Eining 2023 2022 2021 2020
Heildartekjur m. ISK 3.477 2.853 3.155 2.741
Eignir alls m. ISK 88.607 77.472 63.878 52.029
Eigið fé alls m. ISK 37.279 35.708 28.051 19.472
Fjöldi stöðugilda m. stjórn starfsgildi 19 18 18 14,4
Heildarrými fyrir eigin rekstur 522,3 420,6 420,6 420,6
Heildarrými eignasafns 119.209 103.062 99.226 92.792
Heildarfjöldi eigna í eignasafni fjöldi 1351 1.168 1.140 1.043
Árangursmælikvarði félags Eining 2023 2022 2021 2020
Losunarkræfni orku kgCO₂í/MWst 91,3 141,6 106,3 120,0
Þróun losunarkræfni orku % -35,5 33,2 -11,4 -15,3
Losunarkræfni starfsmanna kgCO₂í/stöðugildi 761,3 1.326 942,2 1.265,1
Þróun losunarkræfni starfsmanna % 74,17 40,73 -25,5 -17
Losunarkræfni eigna kgCO₂í/milljón 0,16 0,31 0,27 0,35
Þróun losunarkræfni eigna % -48,38 14,81 -22,85 0
Losunarkræfni tekna kgCO₂í/milljón 4,16 8,37 5,38 6,65
Þróun losunarkræfni tekna % -50,29 35,5 -19,09 -30,4
Losunarkræfni á hvern fermetra starfsstöðvar kgCO₂í/m² 27,7 56,7 40,23 43,31
Þróun losunarkræfni á fermetra starfsstöðvar % -51,14 28,9 -7,1 -12,8
Nasdaq: E2|UNGC: P7, P8|GRI: 305-4 |SDG: 13|SASB: General Issue / GHG Emissions, Energy Management
Losun gróðurhúsalofttegunda Eining 2023 2022 2021 2020
Umfang 1 (eldsneytisnotkun bifreiða) tCO₂í 10,0 11,3 15,8 17,1
Umfang 2 (landsnetið: rafmagn & hitaveita) tCO₂í 1,1 1,1 0,9 0,8
Umfang 3 (úrgangur & flugferðir) tCO₂í 3,4 11,4 0,3 0,3
Kolefnisspor án mótvægisaðgerða tCO₂í 14,5 23,8 17 18,2
Samtals mótvægisaðgerðir tCO₂í 14,5 24 17 18,2
Kolefnisspor með mótvægisaðgerðum tCO₂í 0 0 0 0
Nasdaq: E1|UNGC: P7|GRI: 305-1,305-2,305-3|SASB: General Issue / GHG Emissions|TCFD: Metrics & Targets
Orkunotkun Eining 2023 2022 2021 2020
Heildarorkunotkun í þúsundum kWst 123,8 168,5 159.5 151.8
Þar af orka frá jarðefnaeldsneyti kWst 39,346 45.343 64.055 70.029
Þar af orka frá rafmagni kWst 30,173 32.009 18.597 16.721
Þar af orka frá heitu vatni kWst 88,882 91.176 76.891 65.018
Bein orkunotkun kWst 39,346 45.342 64.055 70.029
Óbein orkunotkun kWst 119,054 123.185 95.487 81.739
Nasdaq: E3|UNGC: P7, P8|GRI: 302-1, 302-2|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management
Orkukræfni Eining 2023 2022 2021 2020
Orkukræfni starfsmanna kWst/stöðug. 8336,9 9.363 8,863 10,539
Orkukræfni tekna kWst/milljón 45,6 59,1 50,6 55,4
Orkukræfni á fermetra kWst/m² 303.3 400,7 379,3 360,8
Nasdaq: E4|UNGC: P7, P8|GRI: 302-3|SDG: 12|SASB: General Issue / Energy Management
Samsetning orku Eining 2023 2022 2021 2020
Jarðefnaeldsneyti % 24,8 26,9 40,1 46,1
Kjarnorka % 0 0 0 0
Endurnýjanleg orka % 75,2 73,1 59,9 53,9
Umhverfisstarfsemi Eining 2023 2022 2021 2020
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu? já/nei Nei
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-, vatns-, orku- og/eða endurvinnslustefnum? já/nei Nei
Notar fyrirtækið þitt viðurkennt orkustjórnunarkerfi? já/nei Nei Nei Nei Nei
Loftslagseftirlit / stjórn Eining 2023 2022 2021 2020
Hefur stjórn þín eftirlit með og/eða stjórnar loftslagstengdri áhættu? já/nei
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu? já/nei
Loftslagseftirlit / stjórnendur Eining 2023 2022 2021 2020
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftslagstengdri áhættu? já/nei
Viðskiptaferðir Eining 2023 2022 2021 2020
Losun vegna viðskiptaferða tCO₂í 0,4 7,9 0 0
Flug tCO₂í 0,4 7,9 0 0
Ferðir starfsmanna til og frá vinnu Eining 2023 2022 2021 2020
Endurgreiðir fyrirtækið vistvænan ferðamáta starfsmanna? já/nei
Helstu orkugjafar Eining 2023 2022 2021 2020
Samtals eldsneytisnotkun í kg kg 3,312 3.794 5.330 5.831
Bensín kg 0 839 2.288 2.371
Dísilolía kg 3,312 2.955 3.042 3.460
Rafmagn kWst 30,173 32,0 18,6 16,7
Kynjafjölbreytni Eining 2023 2022 2021 2020
Starfsmannafjöldi fjöldi 18 18 16 15
Hlutfall kvenna í fyrirtækinu % 50 50 50 43
Konur fjöldi 9 9 8 7
Karlar fjöldi 9 9 8 8
Fylgir fyrirtækið þitt stefnu er varðar kynferðislegt áreiti og/eða jafnrétti? já/nei
Hlutfall í framkvæmdarstjórn
Konur fjöldi 1 1 2 2
Karlar fjöldi 2 2 2 2
Konur % 33 33 50 50
Karlar % 66 66 50 50
Launamælikvarði (launamunur og heildarlaun) Eining 2023
Launamunur % 8.5*
*Óleiðréttur launamunur: Eins og nafnið gefur til kynna er þar ekki verið að leiðrétta eða stjórna fyrir áhrifum þátta eins og menntunarstigi, starfi og atvinnugrein
Barna- og nauðungarvinna Eining 2023 2022 2021 2020
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn barnaþrælkun? já/nei
Framfylgir fyrirtækið stefnu gegn nauðungarvinnu? já/nei
Ef já, nær stefnan gegn barna- og/eða nauðungarv. einnig til birgja og seljenda? já/nei
Mannréttindi Eining 2023 2022 2021 2020
Hefur fyrirtækið birt og framfylgt mannréttindastefnu? já/nei
Ef já, nær mannréttindastefnan til birgja og framleiðenda? já/nei -
Kynjahlutfall í stjórn Eining 2023 2022 2021 2020
Hlutfall kvenkyns stjórnarmeðlima (samanborið við karla) % 40 40 40 40
Hlutfall kvenkyns nefndarformanna (samanborið við karla) % 0 0 0 0
Óhæði stjórnar Eining 2023 2022 2021 2020
Bannar fyrirtækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku? já/nei
Hlutfall óháðra stjórnarmanna % 100 100 100 100
Kaupaukar Eining 2023 2022 2021 2020
Fá framkvæmdastjórar formlegan kaupauka fyrir að ná árangri á sviði sjálfbærni? já/nei Nei Nei Nei Nei
Kjarasamningar Eining 2023 2022 2021 2020
Hlutfall starfsmanna sem falla undir almenna kjarasamninga % 100 100 100 100
Siðareglur birgja Eining 2023 2022 2021 2020
Ber seljendum fyrirtækisins og birgjum þess að fylgja siðareglum? já/nei
Siðferði og aðgerðir gegn spillingu Eining 2023 2022 2021 2020
Framfylgir fyrirtækið siðareglum og/eða stefnu gegn spillingu og mútum? já/nei
Persónuvernd Eining 2023 2022 2021 2020
Framfylgir fyrirtækið persónuverndarstefnu? já/nei
Hefur fyrirtækið þitt hafist handa við að fylgja GDPR reglum? já/nei
Sjálfbærniskýrsla Eining 2023 2022 2021 2020
Birtir fyrirtækið sjálfbærniskýrslu? já/nei
Ef já: Inniheldur sjálbærniskýrslan kafla um félagslega þætti, stjórnarhætti og umhverfisþætti já/nei
Inniheldur skýrslugjöf fyrirtækisins til stjórnvalda gögn um sjálfbærni? já/nei Nei Nei
Starfsvenjur við upplýsingagjöf Eining 2023 2022 2021 2020
Veitir fyrirtækið þitt upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? já/nei
Leggur fyrirtæki þitt áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (UN SDGs)? já/nei
Setur fyrirtækið þitt markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða SÞ? já/nei Nei Nei
Gögn tekin út/sannreynd af ytri aðila Eining 2023 2022 2021 2020
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tryggð eða staðfest af þriðja aðila? já/nei

Skilgreiningar

Losunarkræfni (e. emission intensity)

Tölur um losunarkræfni eru byggðar á samanlögðu umfangi 1, umfangi 2 og umfangi 3. Losunarkræfni reiknast sem losun gróðurhúsalofttegunda á valda rekstrarþætti og er sett fram sem tCO2í á einingu (svo sem tCO₂í á móti heildartekjum). Mælikvarðarnir mæla og bera losun fyrirtækisins saman við stærð rekstrarins.

Bein og óbein orkunotkun (e. direct and indirect energy consumption)

Heildarorkunotkun tekur til allrar orku sem nýtt er af fyrirtækinu, að meðtöldu því eldsneyti sem notað er á ökutæki fyrirtækisins (umfang 1) og orku frá rafveitum og heitu vatni (umfang 2). Orkunotkunin er sett fram í kílówattstundum (kWst).

Orkukræfni (e. energy intensity)

Orkukræfni reiknast sem heildarorkunotkun deilt í valda rekstrarþætti og er sett fram sem kWst á einingu (svo sem kWst á starfsmann í fullu stöðugildi). Mælikvarðarnir eru notaðir til að mæla orkunýtni og bera orkunotkun fyrirtækisins saman við stærð rekstrarins.

Úrgangskræfni (e. waste intensity)

Úrgangskræfni reiknast sem heildarmagn úrgangs deilt í valda rekstrarþætti og er sett fram sem kg á einingu (svo sem kg á starfsmann í fullu stöðugildi).

Mótvægisaðgerðir

Aðgerðir till að koma í veg fyrir, draga úr eða ráða bót á neikvæðum umhverfisþáttum.

Umfang 2 (landsnet) (e. scope 2 location-based)

Losun í umfangi 2 (landsnet) er óbein losun vegna framleiðslu notaðrar orku, þar sem að losun vegna orkunotkunar er áætluð útfrá meðallosun frá viðeigandi dreifikerfi orku innan uppgjörstímabils. Miðað við aðferðafræði GHG Protocol skal fyrirtæki birta losun í umfangi 2 (landsnet).

Úrgangur frá rekstri (e. waste generated in operations)

Förgun og meðhöndlun á úrgangi mynduðum í rekstri fyrirtækis innan uppgjörstímabils.

Orkustjórnunarkerfi (e. energy management system)

Með orkustjórnunarkerfi er átt við stöðluð orkustjórnunarkerfi s.s. ISO 50001.

Klappir grænar lausnir hf.

Skýringar

1) Samkvæmt sértækum yfirlýsingum raforkusala keypti Búseti hsf. 100% endurnýjanlega raforku árið 2023. Yfirlýsing raforkusala árið 2023.

2) Rafmagnsnotkun í höfuðstöðvum Búseta er áætluð miðað við hlutfall af heildarnotkun húsnæðisins miðað við fermetrafjölda, en Búseti deilir húsnæði með öðrum rekstri.

3) Heitavatnsnotkun í höfuðstöðvum Búseta er áætluð miðað við hlutfall af heildarnotkun húsnæðisins miðað við fermetrafjölda, en Búseti deilir húsnæði með öðrum rekstri.

4) Umhverfisstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Umhverfisstefna Búseta

5) Í umhverfisstefnu Búseta er fjallað sérstaklega um úrgangs- og orkumál.

6) Stefna Búseta gegn einelti, áreitni og ofbeldi fjallar um kynferðislegt áreiti og kynbundið ofbeldi, ásamt því tekur mannréttinda- og mannauðsstefna Búseta fyrir hvers kyns kynbundna mismunun.
Stefna gegn einelti, áreitni og ofbeldi
Mannréttindi og mannauður

7) Heilsu- og öryggisstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Heilsu- og öryggisstefna

8) Í mannréttinda- og mannauðsstefnu Búseta, sem byggð er á 10 meginreglum Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumarkað, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu, er tekið fram að afnám allrar nauðungar-, þrælkunar-, og barnavinnu skuli vera tryggt.
Mannréttindi og mannauður

9) Mannréttinda- og mannauðsstefna Búseta er aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Mannréttindi og mannauður

10) Siðareglur birgja eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins.
Siðareglur birgja

11) Persónuverndarstefna Búseta er aðgengileg á vefsíðu félagsins.
Persónuverndarstefna